Þetta vill fólk sjá

Mynd: Karl Sigtryggsson / RÚV/Landinn

Þetta vill fólk sjá

24.03.2020 - 10:43

Höfundar

„Þegar þú lítur til baka, hvað er það sem þú hugsar um? Ekki eitthvað sem féll úr Hólmatindi, þú hugsar um fólkið sem var þér samferða og er kannski horfið, þú hugsar um atburði sem þú tókst þátt í, viðburði í félagslífinu. Það er þetta sem fólk vill sjá,“ segir Þórarinn Hávarðsson, kvikmyndagerðarmaður.

Þórarinn talar af reynslu því hann á sjálfur stóra fjársjóðskistu með minningum á kvikmyndaformi sem hann opnar annað slagið. Landinn fékk að kíkja í fjársjóðskistuna.

Þórarinn starfaði sem fréttaritari fyrir Stöð 2 og RÚV á Austfjörðum um langt árabil og hvar sem eitthvað var að frétta, þar var hann mættur með myndavélina. Eftir stendur mikið safn af myndefni sem Þórarinn hefur verið að klippa saman og sýna fyrir austan við góðar viðtökur íbúa þar sem finnst það eins og að fara í tímavél að sjá myndirnar hans Þórarins.