Þessi rokkuðu rauða dregilinn

epa08207432 Cynthia Erivo arrives for the 92nd annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, California, USA, 09 February 2020. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories.  EPA-EFE/DAVID SWANSON
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Þessi rokkuðu rauða dregilinn

10.02.2020 - 15:10
Óskarsverðlaunin 2020 munu að öllum líkindum lifa lengi í hugum margra. Hildur Guðnadóttir varð á hátíðinni fyrsti Íslendingurinn til að hljóta verðlaunin og suðurkóreska kvikmyndin Parasite varð fyrsta myndin ekki á ensku sem hreppir verðlaunin fyrir bestu mynd.

Þó svo við værum til að skrifa ekki um neitt nema Hildi Guðnadóttur þá ætlum við hér að fara yfir rauða dregilinn sem sveik engan frekar en fyrri daginn. Frábær klæðnaður, ekki jafn frábær klæðnaður og stórfurðulegur klæðnaður setti svip sinn á hátíðina sem áður, en við skulum samt byrja á því að dást að Hildi sem glitraði sem aldrei fyrr í fallegum kjól frá Chanel. 

epa08208069 Hildur Guonadottir poses in the press room with the Oscar for Best Original Score for 'Joker' during the 92nd annual Academy Awards ceremony at the Dolby Theatre in Hollywood, California, USA, 09 February 2020. The Oscars are presented for outstanding individual or collective efforts in filmmaking in 24 categories.  EPA-EFE/DAVID SWANSON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Hildur með Óskarsverðlaunastyttuna

Fallegar í fölbleiku
Fölbleikur var sannarlega litur kvöldsins að þessu sinni en ófáir skörtuðu kjól í þeim lit. Þær sem vöktu hvað mesta athygli voru leikkonurnar Regina King, Brie Larson og Laura Dern sem voru hver annarri glæsilegri í sínum fölbleiku kjólum. 

Mynd með færslu
 Mynd: David Swanson - EPA
Brie Larson, Regina King og Laura Dern glæsilegar í fölbleiku.

Glitrandi og geggjaðar
Silfur og glimmer var líka vinsælt val hjá stjörnum kvöldsins. Scarlett Johansson sem tilnefnd var fyrir leik bæði í aðalhlutverk og aukahlutverki glitraði í silfruðum kjól með keðjum. Cynthia Erivo sem var líka tvítilnefnd var ekki síðri í hvítum stórglæsilegum kjól skreyttan steinum. Verðlaunin fyrir mest af glimmeri fær hins vegar söng- og leikkonan Janelle Monaé sem klæddist fyrirferðamiklum kjól alsettum Swarkowski steinum. Monaé sá einmitt um opnunaratriði hátíðarinnar sem vakti mismikla lukku.

Mynd með færslu
 Mynd: David Swanson - EPA
Scarlett Johansson, Cynthia Erivo og Janelle Monaé.

Öðruvísi öðlingar
Í hafsjó af svörtum jakkafötum er alltaf gaman að sjá þá sem kjósa ekki hefðbundnu leiðina. Billy Porter er náttúrulega löngu orðinn konungur rauðu dreglanna og brást okkur ekki frekar en fyrri daginn í fatnaði sem var að hans sögn innblásinn af Kensingtonhöll. Leikstjórinn Spike Lee fór líka sínar eigin leiðir og heiðraði körfuboltagoðsögnina Kobe Bryant með fjólubláum jakkafötum merktum tölunni 24. Ungstirnið Timothée Chalamet var svo þægilegur á því í eins konar silkigalla sem minnti hvað helst á Henson gallana góðu. 

Mynd með færslu
 Mynd: David Swanson - EPA
Timothée Chalamet, Spike Lee og Billy Porter.

Endurunnið og umhverfisvænt
Það voru ekki allir sem kusu að splæsa í glænýja kjóla og jakkaföt. Þó nokkrar stjörnur kusu að reyna að vera umhverfisvænni en kannski oft áður og mættu í „gömlum“ fatnaði. Eins og einhverjir vita sennilega þá er tískuiðnaðurinn einn sá mest mengandi í heiminum.

Drottningin Jane Fonda sem afhenti verðlaunin fyrir bestu mynd í lok kvöldsins klæddist glæsilegum rauðum kjól sem hún notaði fyrst á Cannes verðlaunahátíðinni árið 2014. Margot Robbie klæddist sömuleiðis ekki nýjum kjól og Kaitlyn Dever vakti athygli í rauðum kjól sem var gerður á algjörlega sjálfbæran og umhverfisvænan hátt. Joaquin Phoenix, einn af sigurvegurum kvöldsins, hélt svo uppteknum hætti og mætti í jakkafötunum sem hann hefur klæðst á öllum verðlaunahátíðum vetrarins enda mikill talsmaður umhverfismála. 

Mynd með færslu
 Mynd: David Swanson - EPA
Joaquin Phoenix, Jane Fonda, Margot Robbiee og Kaitlyn Dever.