Þó svo við værum til að skrifa ekki um neitt nema Hildi Guðnadóttur þá ætlum við hér að fara yfir rauða dregilinn sem sveik engan frekar en fyrri daginn. Frábær klæðnaður, ekki jafn frábær klæðnaður og stórfurðulegur klæðnaður setti svip sinn á hátíðina sem áður, en við skulum samt byrja á því að dást að Hildi sem glitraði sem aldrei fyrr í fallegum kjól frá Chanel.