
Sjálfstæðisþingmennirnir sem ekki komust á þing nú eru Teitur Björn Einarsson í Norðvesturkjördæmi, Valgerður Gunnarsdóttir í Norðausturkjördæmi, Unnur Brá Konráðsdóttir í Suðurkjördæmi, Vilhjálmur Bjarnason í Suðvesturkjördæmi og Hildur Sverrisdóttir í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Píratar missa þingmenn í fjórum kjördæmum. Þeir Píratar sem falla út eru Eva Pandóra Baldursdóttir í Norðvesturkjördæmi og Einar Aðalsteinn Brynjólfsson í Norðausturkjördæmi. Gunnar Hrafn Jónsson komst ekki inn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður í Reykjavíkurkjördæmi suður var ekki í framboði.
Viðreisn missir þrjá menn. Það eru Benedikt Jóhannesson í Norðausturkjördæmi, Jóna Sólveig Elínardóttir í Suðurkjördæmi og Pawel Bartoszek í Reykjavík suður.
Björt framtíð kom ekki sínum fjórum þingmönnum inn. Þau eru Óttarr Proppé í Suðvesturkjördæmi, Nicole Leigh Mosty, í Reykjavíkurkjördæmi og Björt Ólafsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi norður. Theodóra S. Þorsteinsdóttir, sem áður sat á þingi fyrir flokkinn í Suðvesturkjördæmi, bauð sig ekki fram.