Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

„Þeir skilja sem vilja“

15.12.2015 - 07:23
Mynd: Anton Brink / Ruv.is
„Ég segi bara að þeir skilja sem vilja,“ segir Martin Hensch, náttúruvársérfræðingur, en lestur hans á veðurfréttum hefur vakið talsverða athygli. Gagnrýnt hefur verið að hann lesi veðurfregnirnar því hann er Þjóðverji og les með hreim. Sumir hafa haldið því fram að lesa eigi veðurfréttir á lýtalausri íslensku.

Martin sagðist í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 alls ekki taka þessi ummæli nærri sér. 

Martin fluttist til Íslands árið 2009 og hefur unnið á Veðurstofu Íslands frá árinu 2012. „Það er mjög spennandi að vinna með veðurvá á Íslandi af því að þú kemur á vakt og veist ekki hvað þú ert að fara að gera á vaktinni.“

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV