
„Þeir hörðustu labba yfir í byl til að fara í pottana“

„Það er allt á kafi í snjó hérna og það hefur bara verið brjálað veður ítrekað. Það er mikil vinna að halda útisundlauginni opinni. Dúkurinn er víraður niður svo hann fjúki ekki af og endinn er bundinn í vegg við skaflinn. Við höfum bara ekki komist í að moka það,“ segir hún.
Aðsókn í laugina hefur minnkað með veðri og vindum og ekki síst með samkomubanninu vegna kórónuveirunnar. Hrafnhildur segir samt ákveðinn hóp gesta ávalt mæta.
„Þessir hörðustu koma á hverjum degi og labba yfir í brjáluðum byl til þess að fara í pottana,“ segir hún.
Fannfergið er líka mikið fyrir vestan á Bolungarvík. Olga Tabaka sendi þessar myndir þaðan.


Þá eru fjárhúsin á bænum Stað í Steingrímsfirði á kafi í snjó. Marta Sigvaldadóttir bóndi segir litla dagsbirtu að hafa þar innanhúss.
