„Það er vægast sagt virkilega vont veður“

14.02.2020 - 08:51
Mynd: RÚV / RÚV
Yfir 300 björgunarsveitarmenn sinna nú útköllum vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Öllum leiðum til og frá höfuðborgarsvæðinu var lokað í nótt og fólk hefur virt lokunarstöðvar.

„Það er vægast sagt virkilega vont veður. Við biðjum fólk um að vera inni og hlýða fyrirmælum sem gefin eru út,“ sagði Heiðdís Hlíf Hjaltadóttir í björgunarsveitinni Kyndli, í viðtali við Valgeir Örn Ragnarsson fréttamann við lokunarpóst að Kjalarnesi í Mosfellsbæ.

„Það er búið að senda fólk á Kjalarnes til að aðstoða fólk þar. En við höfum nægu að sinna í bænum eins og er. En fólk er búið að hlusta á það sem er sagt og það skilar sér í því að það eru færri verkefni hjá okkur en annars hefði verið,“ sagði Heiðdís Hlíf.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi