Telja Hval hf. brjóta gegn dýravelferðarlögum

11.12.2018 - 08:53
Mynd með færslu
 Mynd: Hard To Port
Náttúruverndarsamtök Íslands telja að Hvalur hf .brjóti gegn lögum um velferð dýra við veiðar á langreyði. Hafa samtökin sent Matvælastofnun tilkynningu um þetta. Í tilkynningunni til Matvælastofnunar er sérstaklega fjallað um þá þjáningu sem Náttúrverndarsamtökin segja að dýrin verði fyrir við núverandi veiðiaðferðir, skort á eftirliti með skutulbyssum og brot gegn lágmarkskröfum um heilnæmar vinnsluaðferðir.

Náttúruverndarsamtökin segja að almennur skortur virðist vera á rannsóknum og eftirliti með veiðum á langreyðum hérlendis, bæði er varði almenn atriði og sömuleiðis þau álitamál um lögmæti sem stjórnvöldum hafi orðið kunnugt um. Þykir því nauðsynlegt að Matvælastofnun taki málið til skoðunar, einnig í ljósi þess að pólitísk ákvörðunartaka um framtíðar hvalveiða hérlendis er yfirstandandi.
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi