Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Telja forsetann eiga að verja hagsmuni Íslands

20.06.2016 - 14:55
Mynd með færslu
 Mynd: RUV
95 prósent þátttakenda í kosningapróf RÚV segist vera sammála þeirri fullyrðingu að mikilvægt sé að forseti Íslands geti varið hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi, bæði gagnvart erlendum ráðamönnum og fjölmiðlum.
Mynd með færslu
 Mynd:
10.183 tóku afstöðu til fullyrðingarinnar sem var svohljóðandi: Mikilvægt er að forseti Íslands geti varið hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi, bæði gagnvart erlendum ráðamönnum og fjölmiðlum.

Rétt rúmur helmingur allra þátttakenda segist hinsvegar sammála því að forseti eigi að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja, ekki síst á alþjóðavettvangi.  
 

 

Mynd með færslu
 Mynd:
9.909 tóku afstöðu til fullyrðingarinnar sem er svohljóðandi: Forseti á að gæta hagsmuna íslenskra fyrirtækja, ekki síst á alþjóðavettvangi.

Sú tala hækkar í rúm 60 prósent þegar afstaða þeirra sem sammála eru fyrri fullyrðingunni er skoðuð til þeirrar síðari. 

Taka ber fram að ekki er um vísindalega könnun að ræða og kosningaprófið er fyrst og fremst til gamans gert. Prófið er hægt að taka hér, skoða svör hvers frambjóðanda og hvaða sýn þeir hafa á embættið.

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV