Narfi graffar, húðflúrar, teiknar og málar. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga en sýningin í Gallerí Porti er hans fyrsta undir eigin nafni. Hann segir aðdragandann að teikningunum á sýningunni þann að fyrir nokkrum árum sat hann og skrifstofu með kúlupenna og krassaði í hringi til að láta blekið byrja að renna. „Þegar blekið kom hélt ég áfram að dunda mér við þetta, það kom áhugavert munstur út og ég yfirfærði þetta yfir í myndlist og vegglist og tattú. Síðan, fjórum árum síðar, festi ég kúlupennan í borvél og endurtók ferlið.“