Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Teiknar með kúlupenna í borvél

Mynd: RÚV / RÚV

Teiknar með kúlupenna í borvél

18.04.2019 - 11:00

Höfundar

Listamaðurinn Narfi opnaði á dögunum sýninguna Qring eftir qring, þar sem hann sýnir teikningar sem teiknaðar voru með kúlupenna í borvél.

Narfi graffar, húðflúrar, teiknar og málar. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga en sýningin í Gallerí Porti er hans fyrsta undir eigin nafni. Hann segir aðdragandann að teikningunum á sýningunni þann að fyrir nokkrum árum sat hann og skrifstofu með kúlupenna og krassaði í hringi til að láta blekið byrja að renna. „Þegar blekið kom hélt ég áfram að dunda mér við þetta,  það kom áhugavert munstur út og ég yfirfærði þetta yfir í myndlist og vegglist og tattú. Síðan, fjórum árum síðar, festi ég kúlupennan í borvél og endurtók ferlið.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Teikningarnar eru uppfullar af fíngerðum smáatriðum og töfrandi munstrum og hafa yfir sér ákveðinn rósemdarbrag. Narfi segir það þó ekki vera neina núvitundaræfingu að teikna þær. „Ég get ekki gert þetta á hverjum degi. Maður þarf að setja sig í stellingar af því að það er svolítið aggressívt að gera þær. Að vera með borvél á fullum snúningi á meðan maður þarf að passa sig að ýta ekki of fast í blaðið eða stíga ekki á snúruna, halda borvélinni láréttri. Það er margt að hugsa um þegar maður er að vinna þær. Ég myndi segja að fjórða hver mynd heppnist.“ 

Fjallað var um Narfa og sýningu hans í Gallerí Porti í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Tengdar fréttir

Myndlist

„Það er ótrúlega gott að treysta“

Kvikmyndir

Leikgleði í augljóslega ódýrri framleiðslu

Myndlist

Teiknað út frá nýju hugtaki í sögu mannsandans

Myndlist

Ef það er á HönnunarMars, þá er það hönnun