Myndin breyttist þó svolítið við annað áhorf fyrir leikkonunni og hún áttaði sig á atriðum í sögunni sem hún hafði ekki gefið mikinn gaum sem barn. „Strax í byrjun myndarinnar kemur fram að hún vinnur fyrir sér sem strippari á kvöldin. Mér fannst það mjög miður,“ segir leikkonan og fullyrðir að myndin sé karllæg á margan hátt og barn síns tíma. „Dansatriðin eru samt ótrúlega flott, tónlistin geggjuð og leikurinn mjög góður,“ segir hún.
Alex er leikin af Jennifer Beals sem var aðeins 17 ára þegar myndin er gerð. Á móti henni leikur Michael Nouri sem er næstum 20 árum eldri. „Það er allt saman mjög ósannfærandi í dag,“ segir Elma en bætir við að þrátt fyrir allt sé gaman að horfa á hana og sum atriði standist þrátt fyrir allt tímans tönn.