Talað við Eystrasalt í Listasafninu á Akureyri

Mynd: RÚV / RÚV

Talað við Eystrasalt í Listasafninu á Akureyri

21.06.2019 - 11:51

Höfundar

Sýning á verkum 19 lettneskra samtímalistamanna var opnuð í Listasafninu á Akureyri á dögunum undir yfirskriftinni Talaðu við mig. Sýningin er hluti af fullveldisdagskrá Lettlands og verkin koma öll úr safneign lettneska þjóðlistasafnsins í Riga. 

„Tilgangurinn með þessari sýningur er meðal annars sá að tengja betur saman þessi fjölmenningarsamfélög sem eru á Íslandi,“ segir Æsa Sigurjónsdóttir, sem stýrir sýningunni ásamt Astridu Ragule. „Það er talsvert stór hópur frá baltnesku löndunum sem býr hér og virkilega ástæða til þess að kynna betur þá menningu hér. Lettnesk myndlist er í miklum blóma og það er af miklu að taka þar.“ 

Sýningastjórarnir vilja leggja áherslu á samtalið í víðri merkingu og titillinn, Talaðu við mig, vísar til þess. 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Æsa Sigurjónsdóttir sýningarstjóri.

„Listamenn verða ekki sannir listamenn ef þeir fá ekki svörun,“ segir Rogule. „Öll listaverk þarfnast svörunar og það besta sem hendir listamann er að á hann sé hlustað og að hann sé skilinn.“

„Við þurfum sem áhorfendur verkunum tækifæri til að tala við okkur,“ bætir Æsa við. „Við þurfum að gefa þeim svolítinn tíma og hugsa um þau á þann hátt að verk er ekki dauður hlutur heldur lifnar það við í sýningarrýminu og með því að sýna verk með öðrum verkum að þá verður til samtal. Þessi titill, Talaðu við mig, vísar þannig til margs.“ 

Mörg verkanna eru af sögulegum og pólitískum toga.

„Þau segja mikla sögu, t.d. hvað var að gerast í lok síðustu aldar,“ segir Æsa. „Hluti þeirra segir þá sögu. Önnur eru víðtækari og tala til mála eins og loftlagsbreytinga og mála sem við erum að velta fyrir okkur núna.“ 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Tengdar fréttir

Myndlist

Lífsleikfimi Arnar Inga opinberast á Akureyri

Myndlist

Rannsakar verk föður síns á safninu

Akureyri

„Við náum þessu alveg”

Myndlist

Fullveldið endurskoðað á Akureyri