Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Taka af rafmagn í Hvalfirði og Kjós í nótt

09.05.2019 - 11:55
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Rafmagnslaust verður í Hvalfjarðarsveit og Kjós frá miðnætti í kvöld til klukkan sjö í fyrramálið vegna vinnu í aðveitustöð RARIK í Brennimel. Vegagerðin hyggst nýta tækifærið og sinna vinnu í Hvalfjarðargöngum á meðan. Fylgdarakstur verður um göngin.

Á vef Vegagerðarinnar segir að ekkert sé því til fyrirstöðu að ökumenn aki varlega í gegnum göngin þó lýsing verði einungis frá framljósum bifreiðanna. Umferð verður stöðvuð við gangnamuna uns fylgdarbíll kemur en áætlað er að brottför frá hvorum enda ganganna verði á um það bil tuttugu mínútna fresti. Klukkan fimm í nótt verður gert við holur við suðurenda ganganna og hámarkshraði um vinnusvæðið verður lækkaður í fimmtíu kílómetra. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitsemi. 

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV