Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tæplega 2.000 ný tilfelli í Þýskalandi

22.03.2020 - 10:40
epa08311602 People keep distance as they queue at the Post office in Muenster, Germany, 21 March 2020. Due to the ongoing pandemic of the OVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus, most of the shops, museums and concert halls in Germany are closed. Weekly markets, pharmacies, banks, supermarkets and petrol stations may remain open under certain conditions. At the weekend, German Chancellor Angela Merkel might discuss, with the heads of regional states, the imposition of a curfew.  EPA-EFE/FRIEDEMANN VOGEL
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Tilfellum í Þýskalandi snarfjölgaði í gær, eða um 1.940. Þau eru nú ríflega 18.600. Dauðföllin eru 55 og fjölgaði um níu frá því í gær.

Angela Merkel kanslari Þýskaland ætlar að funda með fylkisstjórum í dag til að ræða frekari aðgerðir. Tvö héruð hafa þegar komið upp ferðatakmörkunum, Bæjaraland og Saarland. Ríkisstjórnin er að íhuga aðgerðir í anda þess sem til dæmis Frakkar hafa tekið upp - að fólk haldi sig heima eins og mögulegt er.

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV