Tilfellum í Þýskalandi snarfjölgaði í gær, eða um 1.940. Þau eru nú ríflega 18.600. Dauðföllin eru 55 og fjölgaði um níu frá því í gær.
Angela Merkel kanslari Þýskaland ætlar að funda með fylkisstjórum í dag til að ræða frekari aðgerðir. Tvö héruð hafa þegar komið upp ferðatakmörkunum, Bæjaraland og Saarland. Ríkisstjórnin er að íhuga aðgerðir í anda þess sem til dæmis Frakkar hafa tekið upp - að fólk haldi sig heima eins og mögulegt er.