Svona öðlast þú fjárhagslegt frelsi

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Svona öðlast þú fjárhagslegt frelsi

31.10.2019 - 13:37
Margir halda að því fylgi mikli hamingja að vera ríkur en rannsóknir hafa sýnt fram á að peningar veiti þér ekki hamingju. Það ætti frekar eftirsóknarvert að vera fjárhagslega frjáls, en hvernig verður maður það?

Í öðrum þætti KLINK skoða Júlí og Þórdís fimm skref sem hægt er að taka í áttina að fjárhagslegu frelsi og öryggi. Í þættinum ræða þau meðal annars við Snædísi Ögn Flosadóttur, Lindu Guðmundsdóttur og Egil Tryggvason um neysluskuldir, tryggingar og séreignasparnað. 

Fyrsta skrefið er að losa sig við neysluskuldir eins og smálán og yfirdrátt sem vont er að hafa hangandi yfir sér. Þá er gott að eiga varasjóð sem hægt er að grípa í ef eitthvað óvænt kemur upp á og stundum þarf að búa sig undir það versta. 

KLINK eru fræðsluþættir um fjármál sem ætlaðir eru fyrir ungt fólk. Þættirnir fjalla meðal annars um fjárhagslegt virði einstaklinga, lántöku, launaseðilinn, tekjur og gjöld og allt það sem við kemur veski ungs fólks.