„Black Friday“, eða svartur föstudagur, ryður sér nú um stundir til rúms á Íslandi. Dagurinn markar upphaf jólavertíðarinnar hjá bandarískum kaupmönnum og íslensk fyrirtæki leika þetta nú eftir.
Brjálæðið sem grípur neysluglaða ár hvert á þessum stærsta söludegi í Bandaríkjunum er frægt. Íslendingar eru vitanlega ekki eina þjóðin sem tekur nýrri tylliástæðu til aukinnar neyslu opnum örmum. Bretar tóku daginn með stæl í fyrra — svo mjög að alda ringulreiðar og ofbeldis fór um landið.
Hér eru nokkur dæmi um það hvernig svarti föstudagurinn lék þá miklu rólyndisþjóð: