Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Svartur föstudagur — víti til varnaðar

26.11.2015 - 13:11
epa04506722 Police presence as shoppers queue from 6pm until 12.01am for the Tesco Black Friday sale at the Tesco store on Western Avenue in Cardiff, Britain 28 November 2014. Shortly after the sale started fighting broke out and police were called with
 Mynd: EPA
„Black Friday“, eða svartur föstudagur, ryður sér nú um stundir til rúms á Íslandi. Dagurinn markar upphaf jólavertíðarinnar hjá bandarískum kaupmönnum og íslensk fyrirtæki leika þetta nú eftir.

Brjálæðið sem grípur neysluglaða ár hvert á þessum stærsta söludegi í Bandaríkjunum er frægt. Íslendingar eru vitanlega ekki eina þjóðin sem tekur nýrri tylliástæðu til aukinnar neyslu opnum örmum. Bretar tóku daginn með stæl í fyrra — svo mjög að alda ringulreiðar og ofbeldis fór um landið.

Hér eru nokkur dæmi um það hvernig svarti föstudagurinn lék þá miklu rólyndisþjóð: