Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Svartþröstur syngur með partítónlist

07.05.2019 - 16:02
Mynd: Einar Rafnsson / RÚV
Ein óyggjandi vísbending þess að sumarið sé komið er áberandi söngur svartþrastar í mörgum húsagörðum landsins. Þessi alla jafna feimni og lítt áberandi fugl umhverfist á vorin. Þá hreykir karlfuglinn sér á trjátoppum, ljósastaurum og húsþökum og reynir að heilla kvenfugla með söng sínum. En það er ekki bara hitt kynið sem hvetur svartþröst til þess að syngja. Í garði í Reykjavík náðist á upptöku þegar svartþröstur hóf að syngja með partítónlist úr næsta húsi.

Svartþröstur er venjulega felugjarn nema syngjandi karlfuglar á vorin, segir á vef Náttúruminjasafns Íslands

 

Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV

Magnús Bergsson hefur lagt sig fram um að ná hljóðupptökum af fuglum og reynir þá að sneiða hjá manngerðum hljóðum eins og bílaumferð. Hann gerði þó undantekningu frá þessari reglu sinni þegar hann heyrði svartþröst syngja með háværri partítónlist úr næsta nágrenni að næturlagi. Þrösturinn virðist feiminn í fyrstu en fer svo að syngja hástöfum með dúndrandi blústónlistinni.