Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Svanhildur Hólm, Maiden, Cult og Nirvana

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Svanhildur Hólm, Maiden, Cult og Nirvana

13.09.2019 - 15:11

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.

Svanhildur mætir með uppáhalds ROKKplötuna sína í Füzz kl. 21.00.

Plata þáttarins er svo platan Sonic Temple með The Cult sem kom út í apríl fyrir aldarfjórðungi, 25 árum!

Sonic Temple er fjórða plata The Cult og þeirra vinsælasta plata. Hún hefur að geymna smelli á borð við Sun King, Edie, Fire Woman og Sweet Soul Sister.

Sonic Temple er síðasta plata Cult sem bassaleikairnn Jamie Stewart spilar á, hann hætti 1990, og fyrsta plata sveitarinnar sem fyrrum trommari Hall & Oates og Bryan Ferry, Mickey Curry spilar á.

Velgengnin sem Cult öðlaðist í kjölfar útgáfu Sonic Temple slátraði bandinu næstum því. Hún kom út á þeim tíma þegar Guns´n Roses var stærsta rokkband í heimi og á vissan hátt var Cult stærra um tíma.

Sveitin fylgdi plötunni eftir um allan heim, tapaði bassaleikaranum á leiðinni og í kjölfarið varð Cult að tveggja manna bandinu sem það hefur verið til dagsins í dag. Ian Atsbury syngur og Billy Duffy sem er mynd af framan á plötunni að spila á Gibson les Paul, spilar á gítar.

Þeim buðust tveir upphitunartúrar þegar Sonic Temple kom út, annarsvegar með ozzy Osbourne, sem þeim fannst of óldskúl á þeim tíma, og Metallica. Þeir fóru með Metallica. Þetta var áður en Metallica varð orfur vinsæ með svörtu plötunni og aðdáendurnir voru næsgtum allir karlkyns. Þeir djókuðu með það sín á milli að ef það voru einhverjar stelpur eða konur í aðhorfendaskaranum þá væru þær komnar til að sjá Cult. Þeim gekk ágætlega í þessum túr. Við vorum amk. ekki grýttir með bjórflöskum sögðu þeir síðar í viðtölum.

Það var Billy Duffy sem vildi gera hreinræktaða ROKKplötu og það var hann sem haðfi uppi á upptökustjóranum Bob Rock sem var á þeim tíma lítt þekktur ungur upptökustjóri. Hann átti síðar eftir að gera svörtu plötuna með Metallica og Dr. Feelgood með Mötley Crüe.

Í dag kom út 30 ára afmæliusútgáfa af Sonic Temple sem kostar handlegg og fót eða þar um bil samkvæmt bestu heimildum Füzz.

Við heyrum nokkur lög af Sonic Temple í Füzz í kvöld.

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20 og A+B er svo að þessu sinni með Nirvana.

Hér er svo lagalisti kvöldsins:
200.000 Naglbítar - Bless kex
CCR - Bootleg (af Woodstock)
Oasis - I hope i think i know
Molly Hatchet - It´s all over now (lagið sem vinur þáttarins valdi)
AC/DC - Hard as a rock
Tool - Fear Incolum
SÆIMATÍMI
Volbeat - For evight (óskalag)
The Cult - Fire woman (plata þáttarins)
Kiss - Love it loud (óskalag)
Rammstein - Deutchland (óskalag)
Great Van Fleet - Always there
Amyl & the Sniffers - Some mutts (Can´t be muzzled)
Gildran - Mærin (óskalag)
The Cult - Edie (plata þáttarins)
Bruce Springsteen - Pay me my money down (óskalag)
SVANHILDUR HÓLM - MEÐ UPPÁHALDS ROKKPLÖTUNA
Royal Blood - Ten tonne skeleton
SVANHILDUR II
Iron Maiden - Number of the beast
SVANHILDUR III
Iron Maiden - 22 Accacia avenue
The Cult - Sweet soul sister (plata þáttarins)
A+B
Nirvana - Smells like teen spirit (A)
Nirvana - Drain you (B)

 

Tengdar fréttir

Tónlist

Eyþór Ingi, Jeff Buckley og CCR

Tónlist

Bjarnheiður - U2, Oasis og Rod Stewart

Tónlist

Eyþór Arnalds - Ramones og Bowie

Tónlist

Jómbi Brainpolice - The Darkness ofl.