Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Suu Kyi komin til Haag

10.12.2019 - 10:11
Erlent · Asía · Mjanmar · Róhingjar
Myanmar's leader Aung San Suu Kyi sits in the court room of the International Court of Justice in The Hague, Netherlands, Tuesday, Dec. 10, 2019. The U.N.'s highest court on Tuesday begins a hearing into allegations of genocide in Myanmar over the military campaign against the Rohingya minority, with leader Aung San Suu Kyi set to defend those who once held her under house arrest. (AP Photo/Peter Dejong)
Aung San Suu Kyi við Alþjóðadómstólinn í Haag í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Mjanmar, er komin til Haag í Hollandi til að svara ásökunum um þjóðarmorð gegn Róhingjum.

Það voru stjórnvöld í Gambíu sem fóru með málið fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag fyrir hönd Samtaka íslamskra ríkja, OIC.

Herinn í Mjanmar hóf ofsóknir gegn Róhingjum í Rakhine-héraði í ágúst 2017 og flýðu meira en 700.000 til Bangladers. Herinn er sakaður um morð, nauðganir og eyðileggingu á hýbýlum Róhingja.

Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði í skýrslu í september að draga ætti stjórnvöld í Mjanmar til ábyrgðar alþjóðadómstólum og í síðasta mánuði taldi hún  hættu á frekari ofsóknum gegn Róhingjum.