Súrrealismi liggur á hjarta ungs fólks

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Súrrealismi liggur á hjarta ungs fólks

06.11.2019 - 16:34
Gíraffa, Malakoffi og Silfri Egils bregður fyrir í fimm örverkum sem frumsýnd voru á listahátíðinni Ungleik á þriðjudag. Verkin eru skrifuð af ungu fólki á aldrinum 16-25 ára og aðstandendur segja þau vera eins ólík og þau eru mörg.

Magnús Thorlacius er eitt af leikskáldunum ungu en hann segir viðburð eins og Ungleik vera gríðarlega mikilvægan og frábæran vettvang til að fá að sýna listsköpun. „Það er erfitt að koma sér á framfæri þegar maður er ungur, maður þarf fyrst að mennta sig og það er mikil mótstaða.“ Jóhanna Steina Matthíasdóttir segir verkin sýna þann súrrealisma sem liggur á hjarta ungs fólks og að maður þurfi að grafa svolítið til að finna merkinguna.

Örverkin fimm voru frumsýnd á þriðjudagskvöld en önnur sýning fer fram í kvöld, miðvikudagskvöld. Nánari upplýsingar má finna á Facebooksíðu Ungleiks