Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

07.05.2019 - 12:35
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Stuðningur við ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks dróst saman um rúm fjögur prósentustig frá síðustu mælingu en MMR birti í dag nýja könnun á fylgi stjórnmálaflokka.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar um rúmlega tvö prósentustig og er nú 20,2%. Samfylkingin stendur nánast í stað með 14,1% og er því næst stærsti flokkur landsins samkvæmt könnuninni sem fram fór 30. apríl til 3. maí. 

Fylgi Framsóknarflokks dregst saman um tæplega 1,5% og er 9,8%. Fylgi Viðreisnar og Vinstri grænna hækkar um tæplega 1,5% frá síðustu mælingum og styðja 13,4 prósent VG og 9,2 prósent Viðreisn.

Píratar standa í stað, mælast 13,4 prósent, jafn mikið og Vinstri grænir.

Flokkur fólksins hækkar úr 5% í 5,1%, Miðflokkurinn stendur í stað og mælist stuðningur við hann 9,2%.

Sósíalistaflokkur Íslands, sem ekki á sæti á þingi, hækkar einnig og er fylgi við hann nú 4,8% en var áður 2,8%.

thorvardurp's picture
Þorvarður Pálsson
Fréttastofa RÚV