Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Strokufangi í flugi með forsætisráðherra

17.04.2018 - 16:36
Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var í sama flugi og Sindri Þór Stefánsson sem strauk úr fangelsinu að Sogni í nótt með því að klifra út um glugga á einni byggingu fangelsins. Katrín flaug til Svíþjóðar í morgun til að vera viðstödd leiðtogafund Norðurlandanna og forsætisráðherra Indlands.

Fréttastofa ræddi við einn farþegann sem sagðist ekki hafa tekið eftir neinu óvenjulegu í fluginu, öðru en því að Katrín Jakobsdóttir hefði verið á almennu farrými.  Forsætisráðuneytið vildi ekki tjá sig um málið.

Á twitter-síðu Katrínar sést að hún átti nú síðdegis fund með  Shri Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. 

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV