Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Stríðnislegur leikur að ljósmyndinni

Mynd: RÚV / RÚV

Stríðnislegur leikur að ljósmyndinni

25.01.2020 - 13:43

Höfundar

Samsýningin Afrit var opnuð í Gerðarsafni um miðjan mánuðinn. Þar sameina sjö listamenn krafta sína, reyna á þanþol ljósmyndamiðilsins og bjóða gestum beinlínis að stinga höfðinu inn í myndavél.

Afrit er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands sem haldin var fyrir skemmstu. Þar hefur Brynja Sveinsdóttir sýningarstjóri safnað saman nýjum og nýlegum verkum eftir sjö ljósmyndara og myndlistarmenn þar sem brugðið er á leik með ljósmyndamiðilinn. 

„Sýningin heitir Afrit og er það vísun í að ljósmyndir eru stundum álitnar afrit af veruleikanum,“ segir Brynja. „Þessi sýning er stríðnisleg skoðun á því, aðeins að ögra væntingum okkar til ljósmyndarinnar. Í stað þess að líta á ljósmyndir sem beina afritun af veruleikanum þá erum við að sýna ljósmyndina sem hlut í sjálfu sér.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Meðal þátttakenda á sýningunni er Pétur Thomsen, sem hefur tekið myndaröð úr garðinum sínum á Sólheimum í Grímsnesi yfir nokkurra ára tímabil og raðað saman völdum myndum í ramma þannig að þær myndi nokkurs konar heild. „Annað verkið er tekið á tveimur árum en hitt á fjórum, safnað í sarpinn og unnið úr því eftir á,“ segir Grímur. „Þetta er tvískipt, annað er haust og hitt er meira vor. Það er það og svo er maður að líta á smærri þætti í náttúrunni líka. Þetta er líka eins og negatíva og pósitíva, dökkt verk, ljóst verk. Þannig hugsa ég þetta sem tengingu við Afrit.“

Hallgerður Hallgrímsdóttir sýnir valdar myndir sem fengnar eru úr fræði- og tæknilegum kennslubókum um ljósmyndun. „Mig langaði að færa þessa póla, tækni og fræði, nær hvor öðrum og sjá hvað gerist þegar þeir víbra aðeins saman. Þannig að ég er að skoða þennan hála andskota sem ljósmyndir geta verið.“

Fjallað var um sýninguna í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Tengdar fréttir

Menningarefni

Eyður, Kettir og útskriftarsýning Ljósmyndaskólans

Tækni og vísindi

Konan sem átti mikilvægan þátt í ljósmyndinni

Myndlist

Uppboð á samtímaljósmyndum

Menningarefni

Fékk áhuga á ljósmyndun ellefu ára gamall