Mynd: Sveitarfélagið Skagafjörður - Facebook

Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.
Strandvegi á Sauðárkróki hefur verið lokað vegna sjógangs. Sveitarfélagið Skagafjörður deilir myndbandi á Facebook sem sýnir glögglega sjóganginn. Vegfarendur eru beðnir að halda sig frá Strandveginum, frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni. Veginum hefur verið lokað þar til aðstæður breytast.
Norðanhríð er nú víða um land. Gul viðvörun er í gildi fyrir Vestur- og Norðurland vegna norðan hvassviðris eða storms með snjókomu og skafrenningi. Veður tók að versna í gærkvöld og víða er orðið mjög hvasst.
Á áttunda tímanum í morgun lýsti Vegagerðin yfir hættustigi í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu og vegurinn er nú lokaður. Það sama má segja um Siglufjarðarveg, milli Ketiláss og Siglufjarðar.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er vetrarfærð í öllum landshlutum og veðrið hefur áhrif á akstursskilyrði fyrir norðan og vestan. Ófært er á Þröskuldum og beðið með mokstur vegna veðurs.