Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Strætó fór út af á Kjalarnesi

27.02.2020 - 20:41
Mynd með færslu
 Mynd: Gísli Einarsson - RÚV
Rúta á vegum Strætó sem var á leiðinni til Reykjavíkur fór út af veginum á Kjalarnesi í kvöld. Vont veður er á svæðinu og búist  við vindhviðum allt að 35 metrum á sekúndu.

Samkvæmt upplýsingum frá Strætó voru þrír farþegar í vagninum. Þessi leið er þjónustuð af verktaka, sem sendi mann á einkabíl á staðinn og kom því áfram til Reykjavíkur. Engin slys urðu á fólki.

Rútan var skilin eftir á Kjalarnesi og verður komið aftur upp á veg og þaðan í bæinn annað hvort í kvöld eða í fyrramálið.