Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Strætó fækkar ferðum og minnkar þjónustu vegna COVID-19

27.03.2020 - 12:13
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Strætó mun draga úr þjónustu og minnka akstur tímabundið vegna kórónuveirunnar og fækkun viðskiptavina. Breytingarnar munu taka gildi frá og með þriðjudeginum 31. mars.
  • Á virkum dögum munu strætisvagnar höfuðborgarsvæðisins aka samkvæmt laugardagsáætlun.
    • Undantekning á því er að  leið 31 mun aka á hálftíma fresti fyrir og eftir hádegi á virkum dögum. Pöntunarþjónustuleiðirnar 27 og 29 aka samkvæmt hefðbundinni áætlun. Leiðir 16, 22, 33 og 34 hætta öllum akstri.
  • Aukaferðum verður bætt við á morgnana til að akstur hefjist á svipuðum tíma og á venjulegum virkum degi. Akstur á laugardögum og sunnudögum verður að öðru leyti óbreyttur.  Fyrstu ferðir vagnanna á virkum dögum má nálgast HÉR.
  • Frá og með aðfaranótt laugardags 28. mars verður öllum næturakstri úr miðbænum hætt.

Biðstöðvatöflum á stoppistöðvunum verður ekki breytt. Farþegar skulu frekar skoða áætlaða tíma inn á heimasíðu Strætó eða í Strætó appinu, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Áður hafði rými í strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu verið skipt í tvo hluta með borða sem strengdur er fyrir fremsta hluta vagnsins til að aðskilja vagnstjóra og farþega. Er farþegum enn gert að nota einungis aftari dyr vagnsins til að ganga um borð.