Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Stórt snjóflóð féll yfir skíðabraut í Sviss

26.12.2019 - 14:20
epa08090584 A handout photo made available by Bergrettung Groebming shows mountain rescue workers at the scene of an avalanche at the Pleschnitzzinken mountain near Pruggern, Austria, 25 December 2019 (issued 26 December 2019). According to media reports, an Austrian skier was rescued after remaining buried under an avalanche for five hours on 25 December 2019.  EPA-EFE/BERGRETTUNG GROEBMING HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - BERGRETTUNG GROEBMING
Stórt snjóflóð féll í morgun yfir skíðabraut í Andermatt í Sviss. Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. Óttast er að fleiri séu grafnir undir flóðinu. Ekki er vitað hversu margir það eru en fjölmargir skíðamenn voru á staðnum þegar flóðið féll. Björgunarsveitir eru að störfum við leit að fleira fólki í flóðinu. 

 

 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV
Katrín Ásmundsdóttir
dagskrárgerðarmaður