Stórt snjóflóð féll í morgun yfir skíðabraut í Andermatt í Sviss. Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. Óttast er að fleiri séu grafnir undir flóðinu. Ekki er vitað hversu margir það eru en fjölmargir skíðamenn voru á staðnum þegar flóðið féll. Björgunarsveitir eru að störfum við leit að fleira fólki í flóðinu.