Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Stórlega dregur úr loftmengun í París

25.03.2020 - 13:50
The empty traffic circle of the Arc de Triomphe is pictured in Paris, Monday, March 23, 2020. For most people, the new coronavirus causes only mild or moderate symptoms, such as fever and cough. For some, especially older adults and people with existing health problems, it can cause more severe illness, including pneumonia. (AP Photo/Michel Euler)
Verulega hefur dregið úr umferð í París síðustu daga. Mynd: AP
Fyrirskipun stjórnvalda í Frakklandi til landsmanna um að halda sig heima vegna COVID-19 farsóttarinnar hefur orðið til þess að dregið hefur úr loftmengun í París um tuttugu til þrjátíu prósent.

Umferð fólksbíla og flutningabíla hefur minnkað til muna frá því að tilskipunin var gefin út sautjánda mars. Einnig hefur flugumferð minnkað til muna um flugvellina í nágrenni Parísar. Eftirlitsnefndin með mengun í borginni segir í skýrslu að degið hafi úr mengunni strax eftir að landsmönnum var skipað að halda sig heima. Þar hafi munað mestu að köfnunarefnisoxíð í andrúmsloftinu minnkaði um sextíu prósent.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV