Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Stór hluti stjórnar VR í sóttkví

16.03.2020 - 14:01
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Stór hluti stjórnar VR hefur verið sett í sóttkví eftir að einn úr stjórninni greindist með COVID-19 veiruna. Þetta staðfestir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Hann segir að þetta hafi komið í ljós í gær og þar sem það hafi verið stjórnarfundur á miðvikudag hafi verið tekin sú ákvörðuna að setja alla stjórnina í sóttkví.

Hann sat sjálfur ekki fundinn af öryggisástæðum heldur tók þátt í gegnum fjarfundabúnað. 

Hann segir að þetta hafi komið í ljós í gær og þar sem það hafi verið stjórnarfundur á miðvikudag hafi verið tekin sú ákvörðuna að setja þá sem sátu stjórnarfundinn í sóttkví. 

Ragnar segir VR engu að síður vera vel undirbúið, allir fundir verkalýðshreyfingarinnar séu til að mynda fjarfundir og þá hafi verið gerðar ráðstafanir á skrifstofu félagsins. Henni sé tvískipt þannig að annar helmingurinn er í vinnu en hinn vinnur heima frá sér. „Það hafa allir skilning á þessum ráðstöfunum,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu.