Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Stjórnendur sjá fram á samdrátt

04.07.2019 - 13:41
Mynd með færslu
 Mynd: Rúv - Peningar
Meirihluti stjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum hérlendis, eða 63 prósent, sjá fram á samdrátt í íslenska efnahagskerfinu á næstu 12 mánuðum samkvæmt nýlegri Stjórnendakönnun MMR.

Þetta kemur fram á vef MMR. Könnunin kannaði meðal annars viðhorf stjórnendanna til íslensk hagkerfis. Svipuð könnun var gerð í febrúar 2017 og þá voru stjórnendur bjartsýnni og mikill meirihluti þeirra, eða 86 prósent, taldi að íslenska hagkerfið myndi vaxa. Núna sjá einungis 12 prósent fram á hagvöxt. 

69 prósent stjórnenda telja að launakostnaður muni aukast á næstu 12 mánuðum og 30 prósent telja að starfsmönnum muni fækka. Í fyrri könnun sáu 70 prósent fram á aukningu í eftirspurn en eru 32 prósent nú.

Könnunin var gerð 29. maí - 6. júní síðastliðinn. 908 svöruðu henni.

Tinna Eiríksdóttir
Fréttastofa RÚV