Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Stjórnarsáttmáli kynntur á Laugarvatni

Mynd með færslu
 Mynd:
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks verður kynntur á blaðamannafundi í Héraðskólanum á Laugarvatni. Stefnt er að því að útvarpa og sjónvarpa beint frá fundinum en upplýsingar um það verða birtar á vef okkar, ruv.is, um leið og þær liggja fyrir.

Samkvæmt sáttmálanum verður gert hlé á aðildarviðræðum við Evrópusambandið og þeim ekki haldið áfram fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu, veiðigjaldinu verður breytt og skattalækkanir lagðar til á sumarþingi. Hvor flokkur um sig fær fimm ráðuneyti. Í fyrstu fara fjórir þingmenn með ráðuneyti Framsóknarflokksins og fimm með ráðuneyti Sjálfstæðisflokksins.