1356 milljónir vantaði í fjárhagsáætlun
Skýrslan um stjórnarhætti og áætlanagerð Sorpu og gas- og jarðgerðarstöð fyrirtækisins í Álfsnesi er viðamikil. Í henni er reynt að greina hvað hafi valdið af því 1356 milljóna króna frávik voru á fjárhagsáætlun síðasta árs. Þar af var viðbótarkostnaður vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvarinnar 638 milljónir og inn í áætlunina vantaði 719 milljónir króna til að fjármagna tækjabúnað í móttökustöðina í Gufunesi.
Ekki nóg að hafa gott skipulag
Innri endurskoðun telur að flókin framkvæmd eins og jarðgerðarstöðin, sem er stærsta fjárfesting Sorpu frá upphafi, hafi að mörgu leyti verið vel skipulögð. Hins vegar virkaði þetta skipulag ekki vel. Samkvæmt útreikningum í skýrslunni verða frávik frá grunnáætlunum um stöðina á ákvörðunarstigi meiri en 50% þegar stöðin verður tekin í notkun. Gert er ráð fyrir að hún kosti rúma fimm milljarða króna.