Stífar æfingar á hverjum degi

Mynd: RÚV / RÚV

Stífar æfingar á hverjum degi

14.02.2020 - 21:05
Menntaskólinn í Reykjavík, sigursælasti skóli í sögu Gettu betur, mætir Kvennaskólanum í þriðju viðureign 8-liða úrslita í kvöld. Liðsmenn MR segja að sjálfsögðu hafi stífar æfingar verið haldnar á hverjum degi undanfarið.

Lið MR skipa þau Ármann Leifsson, Birta Líf Breiðfjörð Jónasdóttir og Víkingur Hjörleifsson. Kynningu á þeim má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

Bein útsending frá viðureigninni hófst klukkan 20:10 á RÚV.