Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

SÞ kalla eftir tafarlausum aðgerðum í Sýrlandi

28.02.2020 - 02:08
epa08179869 Syrian army soldiers stand guard at Maaret al-Nuaman city, in the countryside of Idlib, Syria, 30 January 2020. Journalists were taken in a government-organized trip to Maaret al-Nuaman strategic city in Idleb southern countryside after Syrian army units took control over from the rebels. Army units continue operations in the surrounding areas of the city to clear the tunnels.  EPA-EFE/YOUSSEF BADAWI
Sýrlenskur skriðdreki. Mynd: EPA-EFE - EPA
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir tafarlausum aðgerðum í norðvesturhluta Sýrlands. Hættan á frekari átökum eykst með hverri klukkustund, segir í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Þar segir jafnframt að framkvæmdastjórinn Antonio Guterres fylgist áhyggjufullur með ástandinu. Hann ítreki að hernaðaraðgerðir leysi ekki deilurnar í Sýrlandi og kallar eftir friðarviðræðum með milligöngu Sameinuðu þjóðanna.

29 tyrkneskir hermenn féllu í loftárás sýrlenska stjórnarhersins í kvöld. Tyrkir hafa boðað hefndaraðgerðir vegna árásarinnar. Bandaríkjastjórn sendi frá sér yfirlýsingu eftir árásina í kvöld þar sem Sýrlandsstjórn og Rússar, sem styðja við aðgerðir þeirra, voru beðin um að hætta fyrirlitlegum aðgerðum sínum í Idlib-héraði. Bandaríkin lýstu jafnframt yfir stuðningi við Tyrki, sem eru bandalagsþjóð NATO.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV