Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Stendur af sér storm spillingarásakana

Mynd: EPA-EFE / EPA
Hann er annar ríkasti maður Tékklands, hefur verið sakaður um að fóðra eigin vasa með styrkjum frá Evrópusambandinu og bola burt dómsmálaráðherra til að koma öðrum, sér vinveittari að. Síðustu vikur hefur fjöldi fólks mótmælt stjórn hans á götum úti í stærstu mótmælaaðgerðum frá tímum Flauelsbyltingarinnar. Svo virðist þó sem hann ætli að standa af sér storminn í bili. Hann er forsætisráðherra Tékklands, leiðir stærsta flokkinn og í gær var vantrausttillaga gegn honum felld á tékkneska þinginu,

Skipuleggjendur stærstu mótmælanna, sem fóru fram á sunnudag ,telja að yfir 250 þúsund manns hafi komið saman til að krefjast afsagnar Andrejs Babis, forsætisráðherra, í Letna- almenningsgarðinum í Prag, fólk á öllum aldri hélt á mótmælaspjöldum með myndum af Babis með storkshreiður á höfðinu og sagðist skammast sín fyrir hann.  Staðsetningin var táknræn, það var þarna sem flauelsbyltingin fór fram fyrir þrjátíu árum, byltingin sem batt enda á kommúníska stjórn í Tékkóslóvakíu. 

Babisconi og Trump Tékklands

En hver er þessi Babis og afhverju er hluta tékknesku þjóðarinnar svona uppsigað við hann?

epa07674084 Czech Prime Minister Andrej Babis attends a no-confidence vote within a session of the Czech Parliament in Prague, Czech Republic, 26 June 2019. The Czech opposition parties have called for Babis' resignation and a no-confidence vote due to alleged conflicts of interest involving his former Agrofert conglomerate he founded. At the same time he is investigated over fraud in connection with subsidies paid by the European Union. The preliminary European Commission audit report suggests the country should return about 17.5 million euros that Agrofert received in EU funds.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Babis í þingsal í gær.

Babis er 64 ára, milljarðamæringur, annar ríkasti maður Tékklands og númer 617 á lista Forbes yfir ríkustu manneskjur heims. Hann er Slóvaki og talar því tékknesku með hreim, hann lærði hagfræði, seldi tilbúinn áburð á yngri árum og öðlaðist reynslu af alþjóðaviðskiptum í Marokkó.

Árið 1993 stofnaði hann landbúnaðarfyrirtækið Agrofert sem nú er viðskiptaveldi, undir það heyra yfir tvö hundruð fyrirtæki meðal annars matvælafyrirtæki, fyrirtæki í efnaiðnaði og fjölmiðlafyrirtæki. Árið 2013 keypti hann samsteypu sem á tvö vinsæl dagblöð, Lidove noviny og MF Dnes. Þá uppnefndu fjölmiðlar hann Babisconi og vísuðu þar með til ítalska fjölmiðlamógulsins og fyrrum forsætisráðherrans Silvio Berlusconi. Babis hefur líka verið kallaður hinn tékkneski Trump en líkt og forsetinn bandaríski hefur Babis ítrekað úthrópað fjölmiðla fyrir að flytja falskar fréttir af vafasömum viðskiptum hans og ásökunum um að hann hafi verið útsendari tékknesku leynilögreglunnar og jafnvel KGB á tímum kommúnismans. 

Vildi berjast gegn spilltu kerfi

epa06284483 Andrej Babis, Slovak-born billionaire and leader of the ANO movement, speaks to media after a meeting with Czech President Milos Zeman following the Czech general elections at the Lany Castle in village of Lany, Czech Republic, 23 October 2017
Andrej Babis. Mynd: EPA-EFE - EPA
Andrej Babis.

Stjórnmálaferill Babis hófst árið 2011 þegar hann stofnaði Já-flokkinn, aðgerðaflokk óánægðra borgara, í þeim tilgangi að uppræta spillingu í kerfinu. Flokkurinn er svokallaður andkerfisflokkur, talar gegn spilltri elítu og bákni, er þjóðernissinnaður og tortrygginn gagnvart Evrópusambandinu. Andstæðingar flokksins segja hann popúlískan.

Já-flokkurinn fékk næstmest fylgi í þingkosningum árið 2013 og Babis varð fjármálaráðherra. Hann varð forsætisráðherra haustið 2017 eftir að Já-flokkurinn, vann afgerandi sigur í þingkosningum með 30% atkvæða. Við þau tímamót lét hann af embætti sem forstjóri Agrofert og færði eignir þess til fjárhaldssjóða, til að fara að reglum sem eiga að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Þá hafði hann þó þegar setið sem fjármálaráðherra og gegnt embætti varaforsætisráðherra.

Tvisvar forsætisráðherra á einu ári

Ásakanir um fjársvik og rannsókn á meintum hagsmunaárekstrum hans hafa varpað skugga á embættissetuna. Í janúar 2018 samþykkti tékkneska þingið vantraust á stjórn Babis. Honum tókst þá að mynda minnihlutastjórn með jafnaðarmönnum og stuðningi kommúnista og tók aftur við embætti forsætisráðherra í júní 2018 og enn situr hann, þrátt fyrir hávær mótmæli síðustu daga því í gærkvöldi, stóð stjórn hans rétt svo af sér vantrauststillögu. Umræður stóðu í hátt í sautján klukkustundir. 101 af 200 þingmönnum tékkneska þingsins þurfa að styðja slíka tillögu til að fella ríkisstjórnina. Alllir 85 þingmenn Já-flokksins og jafnaðarmannaflokksins studdu stjórnina en 85 þingmenn stjórnarandstöðunnar, fimm miðju- og hægri flokka, studdu vantraust. Kommúnistaflokkurinn sat hjá og 18 stjórnarandstöðuþingmenn tóku ekki þátt. 

Af hverju núna? 

epa07668937 A man waves Czech flag as thousands of demonstrators gather to protest against Czech Prime Minister Andrej Babis and new minister of justice, in the one of the biggest political demonstration against the government since the fall of communism in 1989 during Velvet Revolution, at the Letna plain in Prague, Czech Republic, 23 June 2019. According to reports, tens of thousands people protest against appointing Marie Benesova as new justice minister and to demand the resignation of Czech Prime Minister Andrej Babis due to alleged conflicts of interest involving his former Agrofert conglomerate he founded and at the same time he is investigated of fraud in connection with subsidies paid by the European Union. The report suggests the country should return about 17.5 million euro that Agrofert received in EU funds.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mótmælandi horfir yfir mannhafið.

Babis hefur lengi verið umdeildur en nýlega sauð upp úr og síðustu vikur hefur verið mótmælt ítrekað, á götum Prag og víðar. Hvers vegna? Ladislav Cabada, stjórnmálafræðingur, við Metropolitan-háskólann í Prag, sagði í samtali við Deutsche Welle, að fólk sæi Babis sem hræsnara, hann hafi gefið sig út fyrir að ætla að taka á spillingu í pólitíkinni en svo sjálfur reynst eiga við stærri vandamál að stríða en þeir sem hann gagnrýndi mest.

epa07668851 Thousands of demonstrators gather to protest against Czech Prime Minister Andrej Babis and new minister of justice, in the one of the biggest political demonstration against the government since the fall of communism in 1989 during Velvet Revolution, at the Letna plain in Prague, Czech Republic, 23 June 2019. According to reports, tens of thousands people protest against appointing Marie Benesova as new justice minister and to demand the resignation of Czech Prime Minister Andrej Babis due to alleged conflicts of interest involving his former Agrofert conglomerate he founded and at the same time he is investigated of fraud in connection with subsidies paid by the European Union. The report suggests the country should return about 17.5 million euro that Agrofert received in EU funds  EPA-EFE/FILIP SINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Það viðrar kannski ekki jafnvel til mótmæla í Tékklandi í dag, hitabylgja gengur nú yfir landið.

Færði eignarhald til barna sinna

Ásakanir á hendur Babis eru þrennskonar. Fyrst má nefna að fyrir nokkrum árum var hann kærður fyrir fjársvik. Honum er gefið að sök að hafa, fyrir áratug síðan,breytt eignarhaldi á fyrirtæki sem hann átti, þannig að það ætti rétt á styrk frá Evrópusambandinu, styrk sem er ætlað að styðja við lítil fyrirtæki. Fyrirtækið hlaut styrkveitingu upp á tvær milljónir evra, andvirði 280 milljóna íslenskra króna. Þetta er Storkshreiðursmálið svokallaða, árið 2006 keypti dótturfyrirtæki Agrofert búgarð í niðurníðslu í útjaðri Prag með það að markmiði að reisa þar ráðstefnusetu og Þetta ráðstefnusetur reis fyrir fé frá Evrópusambandinu, það heitir Storkshreiðrið og lítur einmitt út eins og risastórt hreiður. Babis er gefið að sök að hafa komið fyrirtækinu sem reisti Storkshreiðrið út úr Agrofert-samsteypunni og í hendur fullorðinna barna sinna svo það yrði styrkhæft. Babis viðurkenndi árið 2016 að fyrirtækið væri í eigu barna hans en neitar því að hafa brotið af sér og telur málið og rannsókn lögreglu hluta af pólitískri ófrægingarherferð gegn sér. Sonur Babis greindi frá því í fjölmiðlum í fyrra haust að faðir hans hefði beðið hann að vera í felum til að forðast yfirheyrslu lögreglu, hann á við geðræn vandamál að stríða og Babis sagði að með því að tala við hann væru fjölmiðlar að reyna að þrýsta á lögregluna, allt væri þetta þáttur í að reyna að rústa pólitískum ferli hans.

Vinveittur dómsmálaráðherra

Í apríl fór lögreglan þess á leit við ríkissaksóknara að Babis yrði ákærður í Storkshreiðursmálinu. Degi síðar sagði þáverandi dómsmálaráðherra sig frá embætti og Babis skipaði náinn pólitískan bandamann sinn, Maríu Benesovu, í staðinn. Andstæðingar Babis litu svo á að Benesova væri fengin í embættið til að sópa ásökunum á hendur honum undir teppið. Hún hafði áður greitt atkvæði gegn beiðni tékknesku lögreglunnar um að Babis yrði sviptur friðhelgi vegna þingmennsku.

Undir smásjánni hjá ESB

Meintir hagsmunaárekstrar forsætisráðherrans hafa líka vakið reiði mótmælenda. Í byrjun júní var drögum að endurskoðunarskýrslu frá Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins lekið til tékkneskra fjölmiðla. Þar komst Framkvæmdastjórnin að þeirri niðurstöðu að Babis hefði enn mikil áhrif innan Agrofert-veldisins. Á sama tíma hefði hann í krafti stöðu sinnar sem forsætisráðherra mikil áhrif á hvernig framleiðslustyrkir Evrópusambandsins dreifðust innan Tékklands. Reglur sambandsins banna það að slíkir styrkir renni til fyrirtækja í eigu stjórnmálamanna en Framkvæmdastjórnin ætlar að háar fjárhæðir, hálfur milljarður tékkneskra króna eða tæpir þrír milljarðar íslenskra, hafi runnið til fyrirtækja í eigu Babis og í bráðabirgðaskýrslunni kemur fram að tékkneska ríkið gæti neyðst til þess að skila þeirri fjárhæð aftur í Evrópusambandskassann. Babis neitar því að fyrirtæki í hans eigu hafi fengið þessa styrki og segir rangfærslur í skýrsludrögum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Skýrslan sé í raun árás á Tékkland og ekkert tilefni til að greiða neitt til baka enda ekkert brot verið framið.

Bures fulltrúi

Jiri Pehe, rektor við New York-háskólann í Prag, nefnir að auk hagsmunaárekstra og ásakana um fjársvik setji mótmælendur sig upp á móti kommúnískri fortíð milljarðamæringsins. Babis er sagður hafa verið kommúnisti á árum áður, og er fyrsti stjórnmálamaðurinn frá falli kommúnismans árið 1989 til þess að hleypa þeim aftur í stjórnarhlutverk í Tékklandi, en þeir verja ríkisstjórn hans falli. Í samtali við Deutsche Welle segir Pehe að skjöl sem birt hafa verið bendi til þess að Babis hafi starfað óformlega sem fulltrúi tékkóslavísku leynilögreglunnar á níunda áratugnum og að dulnefni hans, Bures fulltrúi, komi fyrir í nokkrum skjölum. Babis þvertekur fyrir þetta og hefur reynt að fá ásakanir á hendur sér felldar niður hjá slóvaska stjórnlagadómstólnum en án árangurs. Aðdáendum Babis gæti að sögn Petr Honzejks, tékknesks blaðamanns, ekki verið meira sama um þessar ásakanir, þetta hafi gerst fyrir löngu síðan og á þeim tíma hafi flestir þurft að gera einhverjar málamiðlanir. 

Vill gjarnan sitja út tímabilið

epa07673979 Czech Prime Minister Andrej Babis arrives for a no-confidence vote within a session of the Czech Parliament in Prague, Czech Republic, 26 June 2019. The Czech opposition parties have called for Babis' resignation and a no-confidence vote due to alleged conflicts of interest involving his former Agrofert conglomerate he founded. At the same time he is investigated over fraud in connection with subsidies paid by the European Union. The preliminary European Commission audit report suggests the country should return about 17.5 million euros that Agrofert received in EU funds.  EPA-EFE/MARTIN DIVISEK
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Babis fyrir atkvæðagreiðsluna í gær.

Babis segir vantrauststillöguna sem felld var í gær í raun beinast gegn sér, ekki ríkisstjórninni, með henni hafi stjórnarandstaðan viljað grafa undan stöðugleika í landinu.„ Ég ber hag Tékka fyrir brjósti, ég er forsætisráðherra, ég veit ekki hver ætti að geta álasað mér fyrir eitthvað,“ sagði hann á þinginu í gær, og lagði jafnframt áherslu á að hann vildi gjarnan sitja út kjörtímabilið. 

Hvað svo? 

Babis situr áfram og þrátt fyrir ein fjölmennustu mótmæli í sögu Tékklands er flokkur hans enn sá vinsælasti, með um 30% fylgi. En sætta óánægðir mótmælendur sig við þessi málalok? Það er spurning. Svarið fer kannski eftir því hvernig rannsóknum á meintum glæpum hans vindur fram og hver niðurstaða skýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um hann verður en hún er væntanleg síðar á árinu.