Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Stefna eiganda nýja WOW vegna vangoldinna greiðslna

24.03.2020 - 14:59
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Tveir forritarar, sem standa að félaginu Maverick ehf, hafa stefnt USAerospace Associates .Það er félag í eigu Michelle Ballarin, sem hefur unnið að því undanfarna mánuði að hefja flugrekstur undir merkjum WOW.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu unnu mennirnir eftir verktakasamningi sem gerður var milli Maverick og USAerospace í september. Verkefni mannanna var að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW. Ástæður þeirra fyrir málshöfðun eru þær að um áramótin hafi greiðslur farið að dragast og í framhaldinu hafi USAerospace Associates sagt verktakasamningnum fyrirvaralaust upp, þrátt fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest á samningnum. Maverick krefst því 17 milljóna króna frá USAerospace Associates vegna vangoldinna greiðslna og uppsagnarfrests. 

Málið er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur á morgun. Við þinghaldið verður flutt krafa USAerospace Associates um að Maverick leggi fram málskostnaðartryggingu áður en hið stefnda félag tekur til varna. 
 

Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV