Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Stefna að niðurgreiðslu innanlandsflugs í haust

31.01.2020 - 19:24
Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Áætlað er að niðurgreiðsla á innanlandsflugi hefjist í september og verði aukin á næsta ári. Íbúar í meira en 270 kílómetra fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu munu að óbreytt eiga rétt á niðurgreiddu innanlandsflugi.

Samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar á að gera innanlandsflug að hagkvæmari kosti fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Ákveðið var að fara svipaða leið og farin hefur verið Skotlandi og niðurgreiða flug fyrir íbúa landsbyggðarinnar til höfuðborgarsvæðisins. Samkvæmt þingsályktun að samgönguáætlun sem var samþykkt í byrjun febrúar í fyrra var lagt til að niðurgreiðslan hæfist í byrjun þessa árs. En af því varð ekki.

„Það hefur tekið lengri tíma að útfæra verkið og þess vegna er fyrirhugað að hún hefjist í haust, vonandi í september,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Hannskipaði starfshóp til að útfæra hugmyndina, en fulltrúar Vegaerðarinnar, Air Iceland Connect, Norlandair, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Flugfélagsins Ernis eiga fulltrúa í hópnum. Miðað er við að niðurgreiðslan verði 40% og rétt á henni eiga íbúar sem búa í að minnsta kosti 270 kílómetra akstursleið frá höfiðborgarsvæðinu. Eða búa á eyju án vegasambands eða við aðrar sérstakar aðstæður. Sem dæmi má nefna að miðað við mælingar Vegagarðarinnar frá Reykjavík, 290 kílómetrar eru til Sauðárkróks, 257 til Kirkjubæjarklausturs og 233 til Hólmavíkur, svona til að gefa einhverja mynd.

„Það er fyrirhugað að það verði þannig að það verði ein ferð á þessu ári og þá væntanlega þrjár á árinu 2021, fram og til baka, það er að segja sex leggir“

Áætlað er að niðurgreiðslan verði um 200 milljónir króna fyrsta árið og miðast hún við kennitölu farþega, þannig að ef fimm manna fjölskylda er á ferð, telst það bara ein ferð á hvern og einn. Sigurður Ingi segir ekki ljóst hvort ferðum verði fjölgað enn frekar.

„Við erum að leggja af stað í eitthvað sem við vitum ekki nákvæmlega hver eftirspurnin verður og þátttakan, þannig að verið erum fyrst og fremast að tryggja að við höfum fjármuni til þess að geta gert þetta og sinnt þessu vel. Ef þetta reynist eins vel og við vonumst eftir þá er auðvitað möguleiki eftir eftirspurninni að auka það, en við sjáum hvað setur.“
 

 

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV