
Starfsmaður forsætisráðuneytisins með COVID-19
Tekin voru sýni úr tveimur samstarfsmönnum mannsins. Það reyndist neikvætt hjá öðrum þeirra en beðið er eftir niðurstöðu hjá hinum.
Rósa Guðrún segir að viðkomandi starfsmaður hafi ekki starfsaðstöðu í stjórnarráðshúsinu þar sem ríkisstjórnin kemur saman og hafi heldur ekki átt í neinum samskiptum við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hefur ekki fundað síðustu vikur í húsinu vegna framkvæmda við húsið.
Verklagsreglum í forsætisráðuneytinu var breytt eftir að viðbúnaðarstig var hækkað í neyðarstig vegna COVID-19. Þannig eru engin fundarhöld heldur notast við fjarfundabúnað og starfsmennirnir nota ekki mötuneytið á sama tíma. Rósa segir að allur þessi viðbúnaður miði að því að tryggja órofa starfsemi.
Fréttin hefur verið leiðrétt: Í upphaflegri frétt var sagt að tveir samstarfsmenn mannsins hefðu farið í heimasóttkví en það var ekki rétt. Tekin voru sýni úr þeim.