Starfshópur skipaður um málefni Flateyrar

24.01.2020 - 15:34
Mynd með færslu
 Mynd: Önundur Pálsson - Aðsend mynd
Starfshópur til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri við Önundarfjörð í kjölfar snjóflóðanna fyrr í mánuðinum. Nefndin er skipuð af forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- sveitarstjórnarráðherra.

Verkefni hópsins „er að kanna leiðir til að byggja upp traust íbúa Flateyrar á samfélagslegum innviðum og gera tillögur um aðgerðir sem treyst geta stoðir byggðarinnar," segir á vef Stjórnarráðsins. Miðað er við að tillögum hópsins sé skilað fyrir 1. mars 2020. 

Formaður hópsins verður Teitur Björn Einarsson lögmaður, og hin fjögur sætin skipa Lísa Kristjánsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, Hermann Sæmundsson, skrifstofustjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar og Steinunn Guðný Einarsdóttir, varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi