Starfsgreinasambandið samþykkir kjarasamning

10.02.2020 - 12:34
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Grímur Sigurðsson - RÚV
Félagar í sautján aðildarfélögum Starfsgreinasambands Íslands samþykktu nýjan kjarasamning sem gerður var 16. janúar við sveitarfélögin. Niðurstaðan var birt í hádeginu 10. febrúar.

Rétt rúmlega 80 prósent félaga samþykktu samninginn, rúm 16 prósent voru á móti og rúm þrjú prósent tóku ekki afstöðu að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Starfsgreinasambandinu. Samtals var kjörsókn tæp 33 prósent. Tæplega 4200 voru á kjörskrá. Mest andstaða við samninginn í einstökum félögum var hjá Stéttarfélagi Vesturlands, en þar voru rúm 44 prósent á móti, og hjá Verkalýðsfélaginu Hlíf en þar var þriðjungur á móti.

Þórdís Arnljótsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi