Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Stærstu mistökin að taka við landsliðinu

Mynd:  / 

Stærstu mistökin að taka við landsliðinu

06.12.2018 - 20:45
Atli Eðvaldsson á rúmlega fjörutíu ára feril að baki sem bæði fótboltaleikmaður og þjálfari. Hann á 70 landsleiki að baki fyrir Íslands hönd og þjálfaði svo landsliðið á árunum 1999 til 2003.

Atli fór yfir feril sinn í þætti kvöldsins af Íþróttafólkinu okkar. Þar rekur hann atvinnumannaferil sinn, landsliðsferilinn og Íslandsmeistaratitilinn sem þjálfari hjá KR. Hann fer yfir það þegar faðir hans Evald Mikson var sakaður um stríðsglæpi og þá segir hann það hafa verið stór mistök að taka við íslenska landsliðinu á sínum tíma.

Þá tjáir Atli sig einnig um veikindi sín sem hann hefur glímt við í tvö ár. Hann hefur þurft að hafna þjálfarastöðum í Svíþjóð og Færeyjum vegna þeirra.

Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.