Stærsta skemmtiferðaskipið til Akureyrar

24.05.2018 - 14:08
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Björgvin Kolbeinsson
Stærsta skemmtiferðaskip, sem komið hefur hingað til lands, lagðist að bryggju á Akureyri í morgun. Ef fólksfjöldinn um borð er lagður við fjölda íbúa á Akureyri, fjölgar þeim um þriðjung á meðan skipið er í höfn.

Skipið er eitt af 17 skipum skipafélagsins MSC Cruises og ber nafnið MSC Meraviglia. Það er tæp 167 þúsund tonn og um borð eru ríflega 6000 manns frá 53 þjóðlöndum.

Auk þess að dvelja á Akureyri hafa farþegar skipsins verið í skoðunarferðum í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum í dag. Tugi langferðabíla þurfti til að flytja allt þetta fólk, auk þess sem farþegarnir leigðu um 100 bíla.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Björgvin Kolbeinsson

Það verður mikið að gera hjá starfsmönnum Akureyrarhafnar við að taka á móti skemmtiferðaskipum í sumar. 143 skip eru væntanleg til Akureyrar, 36 skip eru áætluð til Grímseyjar og tvö skip ætla til Hríseyjar.

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi