Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Stærri leitaraðgerðum frestað í bili

27.12.2019 - 21:34
Mynd með færslu
 Mynd: Orri Örvarsson - Aðsend mynd
Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta um sinn stærri leitaraðgerðum að Rimu Grun­skyté Feliks­as­dótt­ur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi og var þetta ákveðið í samstarfi við svæðisstjórn björgunarsveita.

Í dag fór fram leit á lofti og landi á svæðinu frá Þjórsá og austur um, allt undir Kúðafljót. Leitarfólk notaðist við fjórhjóladrifin ökutæki og fóru aðrir gangandi um svæði þar sem ökutækin komust ekki um. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug einnig yfir leitarsvæðið en án þess að leitin bæri árangur. Veðurskilyrði voru erfið í dag og færið lélegt.

Heimamenn í Vík hafa tekið að sér að nýta þá veðurglugga sem gefast til að fara um fjörur á leitarsvæðinu. Fyrirhugað er að kalla til stórrar leitar um helgina þegar veður batnar.

Ekkert hefur spurst til Rimu síðan klukkan 19:00 20. desember. Bíll hennar fannst á bílastæði við Dyrhólaey um helgin og segir Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja að líklegast sé að Rima hafi farið í sjóinn við Dyrhólaey.