Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Staðgöngumæðrun ekki rædd á þessu þingi

08.03.2013 - 11:02
Mynd með færslu
 Mynd:
Frumvarp um staðgöngumæðrun verður ekki lagt fram fyrir þinglok eins og að var stefnt. Þetta kom fram í máli Guðbjartar Hannessonar á Alþingi fyrir stundu en það var Ragnheiður Elín Árnadóttir sem spurði hvað liði vinnu við frumvarpsgerðina.

Ráðherra sagði að vanda þyrfti til verka og nauðsynlegt væri að efla samfélagsumræðu um staðgöngumæðrun áður en þingumræða verði tekin fyrir. Alþingi samþykkti þann 18. janúar í fyrra tillögu Ragnheiðar Elínar og fleiri þar sem velferðarráðherra var falið að skipa starfshóp sem undirbúi frumvarp til laga sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni.