Staðfestum smitum hefur fjölgað um þriðjung frá í gær

19.03.2020 - 11:12
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Staðfestum smitum af kórónaveirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hefur fjölgað um 80 frá því í gær. Samkvæmt vefnum COVID.is eru þau núna 330 en í gær voru þau 250. Þetta er fjölgun um þriðjung. 

Alma Möller landlæknir sagði í umræðuþætti um veiruna á RÚV í gær að veiran gæti náð hámarki hér á landi í kringum 10. apríl.

Rétt rúmlega 40 prósent þeirra smita sem hafa verið staðfest eiga uppruna sinn erlendis. Rétt rúmlega fjórðungur hér innanlands en um þriðjungur er með óþekktan uppruna. 

Séu tölur um smit flokkaðar eftir aldri sést að langflestir hinna smituðu, eða um þriðjungur, eru á aldrinum 40-49 ára. 

Á daglegum upplýsingafundi klukkan tvö í dag fara þau Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, og Alma D. Möller landlæknir yfir stöðuna ásamt Ævari Pálma Pálmasyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni og yfirmanni smitrakningateymisins.

 
Jón Hákon Halldórsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi