Bændur í Kjós eru farnir að huga að túnum og slætti. Atli Snær Guðmundsson, bóndasonur í Káraneskoti, er einn þeirra.
Hvernig líst þér á sprettuna?
„Hún er svo sem allt í lagi miðað við árstíma. En það er náttúrulega búið að hægjast mikið á henni í þessum kulda og vindi sem er búinn að vera. Það hefur ekki rignt hér dropa í þrjár vikur eða meira. Eina sem bjargar okkur er rakinn sem kemur á nóttinni af því að það er hitamunur. Það er svo kalt á nóttunni,“ segir Atli.