Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Spil í staðinn fyrir sálfræðing

Mynd:  / 

Spil í staðinn fyrir sálfræðing

25.02.2019 - 07:30

Höfundar

„Ég komst að því að mörg af krökkunum sem voru að koma til mín í viðtal þurftu í raun ekkert á sálfræðingi að halda, þau þurftu bara félagsskap," segir Soffía Elín Sigurðardóttir sálfræðingur hjá Senita. Fyrir fjórum árum setti hún upp námskeið í samstarfi við Nexus sem hún kallar Nexus Noobs.

Námskeiðin sem njóta orðið mikilla vinsælda byggjast á því að börn og unglingar læra hverskonar spil og leiki en tilgangurinn er samt fyrst og fremst sá að þau kynnist öðru fólki.

„Við erum í raun að æfa þau í félagsfærni. Krakkar sem hafa sérhæfð áhugamál, nördaáhugamál, vilja einangrast þar sem þar er kannski ekki nema einn eða tveir í árganginum sem hafa áhuga á því sama. Við notum þessa leið til að hjálpa þessum krökkum að kynnast öðru fólki með samskonar áhugamál og það hefur gefist vel, segir Soffía.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Nexus gefur Leðurblökumanninn út á íslensku

Menningarefni

„Ég var nörd langt á undan ykkur“