Fyrstu veðurspár fyrir eina mestu ferðahelgi ársins líta vel út að sögn Haralds Eiríkssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Á föstudag og laugardag má gera ráð fyrir hægum vindi eða hafgolu og björtu veðri víða um land. Ekki verði miklar breytingar á sunnudeginum.