Sorglegt að við hættum að leika okkur

Mynd: RÚV / RÚV

Sorglegt að við hættum að leika okkur

24.10.2016 - 11:58

Höfundar

Flugdrekar hafa þjónað ólíkum tilgangi í gegnum tíðina. Sá fyrsti var notaður til að mæla vegalengdir í Kína fyrir tvöþúsund árum, aðrir hafa knúið áfram báta og verið notaðir til merkjasendinga.

„Flugdrekar vekja inni í okkur leikgleði. Við höfum öll þörf fyrir að leika, bæði dýr og börn og alveg inn í fullorðinsaldur en oft hættum við að leika okkur þegar við erum orðin fullorðin en það er eiginlega svolítið sorglegt, finnst mér,““ segir Arite Fricke sem hefur haldið námskeið í flugdrekagerð fyrir fólk á öllum aldri. 

Að búa til flugdreka er ekki flókið en þó þarf að fylgja nokkrum reglum. Efniviðurinn er til nánast á öllum heimilum. „Svo fer maður alltaf út með drekann og tekur smá efni með því þetta er tilraunastarf. Allt sem er handgert í flugdrekagerð er smá skakkt kannski eða smá ójafnvægi í honum,“ segir Arite og undirstrikar hversu hollt það sé fyrir börn og aðra að ganga í gegnum slíkt ferli; hlaupa, berjast við vindinn og takast svo að lokum. Það sé mögnuð upplifun að sjá sinn eigin flugdreka fljúga. 

Landinn fylgdist með flugdreka verða til. Þáttinn í heild er hægt að sjá hér.