Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sögulegur sigur Hildar á Golden Globe

epa08106819 A handout photo made available by the Hollywood Foreign Press Association (HFPA) shows Hildur Guonadottir accepting the Golden Globe Award for Best Original Score - Motion Picture for 'Joker' during the 77th annual Golden Globe Awards ceremony at the Beverly Hilton Hotel, in Beverly Hills, California, USA, 05 January 2020.  EPA-EFE/HFPA / HANDOUT ATTENTION EDITORS: IMAGE MAY ONLY BE USED UNALTERED, ONE TIME USE ONLY WITHIN 60 DAYS MANDATORY CREDIT HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - HFPA

Sögulegur sigur Hildar á Golden Globe

06.01.2020 - 10:45

Höfundar

Hildur Guðnadóttir segir að vitundarvakning síðustu ára um stöðu kvenna innan skemmtanaiðnaðarins hafi opnað ýmsar dyr. Hún hlaut Golden Globe-verðlaunin í nótt fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker.

Hildur Guðnadóttir braut í nótt blað í sögu Golden Globe-verðlaunanna þegar hún varð fyrst kvenna til að fá verðlaun fyrir frumsamda kvikmyndatónlist án þess að vera í samstarfi við annað tónskáld. Hildur er auk þess aðeins önnur konan sem hlýtur verðlaunin í þessum flokki. Lisa Gerrard hlaut þau fyrir tónlistina í Gladiator árið 2000 ásamt Hans Zimmer.

Hildur hefur verið áberandi á árinu. Hún samdi tónlist fyrir sjónvarpsþáttaröðina Chernobyl og hefur hlotið viðurkenningar og lof fyrir. „Þetta hefur verið fallegt ár og magnað að fá þessi tækifæri á sama tíma,“ sagði Hildur þegar hún svaraði spurningum blaðamanna eftir að hún tók við verðlaununum. Hún segir að áður hafi konum síður verið treyst fyrir stærri verkefnum en vitundarvakning síðustu ára um stöðu kvenna innan kvikmynda- og sjónvarpsgeirans hafi opnað ýmsar dyr. „Ég hef vitaskuld notið góðs af því. Fólk er opnara fyrir því að treysta konum í dag.“

Hildur var einnig spurð hvort hún hefði fengið innblástur frá annarri tónlist sem samin hefur verið í kringum Jókerinn í gegnum tíðina. „Ég held að saga persónunnar hafi veitt mér mikinn innblástur,“ svaraði hún, „ég vildi samt forðast að semja undir áhrifum annarra, því það er alltaf dálítið hættulegt þegar maður skírskotar til annarra verka um leið og maður kryfur persónu. Ég hlustaði hvorki né horfði sérstaklega á önnur verk þegar ég samdi tónlistina.“

Það er skammt stórra högga á milli hjá Hildi og eftir viku kemur í ljós hvort hún verður tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina sem hún samdi fyrir Joker. Sem stendur er hún á stuttlista með 15 kvikmyndum en tónlist við 170 kvikmyndir kom til álita í flokkinum.

 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Hildur hlaut Golden Globe fyrir Joker

Tónlist

Það helsta sem gerðist í menningarlífinu 2019

Tónlist

Hildur Guðnadóttir til Deutsche Grammophon

Tónlist

Listin að tónsetja fjöldamorð