Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Snörp skjálftahrina í Bárðarbungu

24.11.2019 - 06:33
Hágöngur í baksýn og sést í átt að Tungnafellsjökli.
 Mynd: Tómas Guðbjartsson
Tveir snarpir skjálftar urðu í Bárðarbungu á fimmta tímanum í morgun. Fyrri skjálftinn mældist fjórir að stærð klukkan 04:22, og aðeins sex mínútum síðar mældist annar skjálfti af stærðinni 3,5. Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst síðan, en að sögn vakthafandi jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands eru engin merki um gosóróa.
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV